Svissneski matvælarisinn Nestlé hefur ákveðið að hætta sölu á KitKat og Nesquik í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu, en hyggst halda áfram að selja nauðsynjavörur.
Ákvörðunin kemur í kjölfar harðrar gagnrýni úkraínskra stjórnmálamanna á fyrirtækið.
„Á meðan stríð geisar í Úkraínu mun starfsemi okkar í Rússlandi snúast um að útvega nauðsynleg matvæli en ekki um að græða,“ segir Nestlé.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, gagnrýndi Nestlé fyrir að stunda enn viðskipti í Rússlandi í streymdri ræðu til mótmælenda á laugardag.
Þá hefur forsætisráðherra Úkraínu, Denys Shmyhal, gagnrýnt fyrirtækið en hann sagði forstjóra Nestlé „sýna engan skilning“ í tísti.
Talked to @Nestle CEO Mr. Mark Schneider about the side effect of staying in Russian market. Unfortunately, he shows no understanding. Paying taxes to the budget of a terrorist country means killing defenseless children&mothers. Hope that Nestle will change its mind soon.
— Denys Shmyhal (@Denys_Shmyhal) March 17, 2022