Leiðtogar minnast Albright

Madeleine Albright.
Madeleine Albright. AFP

Banda­ríski stjórn­mála­maður­inn Madeleine Al­bright lést í dag, 84 ára að aldri. Al­bright varð fyrst kvenna ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna árið 1997, þegar Bill Cl­int­on var for­seti Banda­ríkj­anna. Bana­mein Al­bright var krabba­mein. 

Al­bright var fædd 15. maí 1937 í Prag, Tékklandi. Hún kom til Banda­ríkj­anna sem flóttamaður árið 1948 og gekk síðar í Well­esley há­skól­ann. Al­bright var á meðal áhrifa­mestu kvenna inn­an demó­krata­flokks­ins og var m.a. sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum. 

Bandarískir stjórnmálaleiðtogar, meðal annars forsetarnir Joe Biden, Barack Obama og Bill Clinton, hafa í dag minnst Albrigt á samfélagsmiðlum líkt og sjá má hér að neðan. 

Albright vann náið með Bill Clinton frá því að hann var kjörinn forseti árið 1993. 







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert