Madeleine Albright látin

Madeleine Albright.
Madeleine Albright. AFP

Bandaríski stjórnmálamaðurinn Madeleine Albright er látin, 84 ára að aldri. Albright varð fyrst kvenna utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1997, þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna. Banamein Albright var krabbamein. 

Albright var fædd 15. maí 1937 í Prag, Tékklandi. Hún kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður árið 1948 og gekk síðar í Wellesley háskólann. 

Albright var á meðal áhrifamestu kvenna innan demókrataflokksins og var m.a. sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Hún giftist Joseph Medill Patterson Albright árið 1959 og átti með honum tvær dætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert