„Þetta er Maríupol í dag. Eins og dauð borg skotin af óvininum. En hún mun lifa,“ segir í tísti sem sýnir jafnframt myndskeið af borginni.
Í hafnarborginni Maríupol hafa geisað hörð átök vegna innrásarinnar í Úkraínu.
„Þar andar fólk, svangt í kjöllurum brennandi húsa. Hjörtu þeirra slá enn undir rústunum í von um hjálp. Maríupol er í sárum en hún er lifandi vera sem bíður þess að verða bjargað,“ segir að lokum í tístinu.
Це Маріуполь сьогодні. Наче мертве, розстріляне ворогом місто. Але воно ще живе. Там дихають люди - голодні, в підвалах догораючих будинків. Їх серця ще б'ються під завалами з надією на порятунок. Маріуполь відчуває біль. Проте він все ще живий організм, який чекає на порятунок. pic.twitter.com/3aSjBitmXq
— АЗОВ (@Polk_Azov) March 23, 2022