Rússneskur blaðamaður lét lífið í loftárás

Rússneski blaðamaðurinn Oksana Baulina lést í loftárás Rússa í Kænugarði …
Rússneski blaðamaðurinn Oksana Baulina lést í loftárás Rússa í Kænugarði í dag. Skjáskot af vefsíðu The Insider.

Rússneskur blaðamaður hjá The Insider lét lífið þegar rússneski herinn varpaði sprengjum á íbúðahverfi í Kænugarði í dag. Oksana Baulina hafði áður unnið fyrir andspyrnuhóp Alexei Navalní dó í loftárás í Kænugarði meðan hún var að kvikmynda eyðilegginguna í borginni var sagt á vefsíðu The Insider.

Annar almennur borgari lét lífið í árásinni og tveir aðrir særðust.

Oksana Baulina vann fyrir andspyrnuhóp Navalní, sem barðist á móti spillingu í Rússlandi, þar rússnesk stjórnvöld dæmdu hópinn sem öfgahóp. Það varð til þess að hún yfirgaf Rússland, en hélt áfram að skrifa um spillingu í landinu fyrir The Insider.

Eftir innrás Rússa í Úkraínu fyrir mánuði, fóru að berast fréttir frá Oksana Baulina frá bæði Kænugarði og Lviv.  Sergei Tomilenkó, formaður blaðamannafélags Úkraínu, staðfesti lát Oksana Baulina á Facebook. Á vefsíðu The Insider er vinum og fjölskyldu hennar vottuð djúp samúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert