Bandaríkin hafa samþykkt að taka á móti allt að 100 þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og að auka fjárhagsaðstoð til mannúðarstarfs tengt stríðinu um einn milljarð Bandaríkjadala (tæplega 130 milljarða íslenskra króna).
„Bandaríkin tilkynna áætlanir um að bjóða velkomna allt að 100 þúsund flóttamenn frá Úkraínu og aðra sem flýja ágang Rússlands,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu á meðan forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, situr fundi vegna stríðsins í Brussel.
Aðildarríki NATO funduðu fyrr í dag en nú standa yfir fundir G7 ríkjanna til að ræða málefni stríðsins í Úkraínu.