Líkur á því að Pútín verði rændur völdum aukast

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Hættan á valdaráni rússnesku alríkisöryggisþjónustunnar gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta eykst með hverri viku sem bætist við stríðsrekstur hans í Úkraínu, að sögn uppljóstrara innan öryggisþjónustunnar.

Í bréfum sínum til Vladimírs Osechkin, aðgerðasinna sem er eftirlýstur af rússneskum stjórnvöldum vegna vinnu sinnar að því að afhjúpa misnotkun í fangelsum, segir uppljóstrarinn að ringulreið og óánægja hafi yfirtekið öryggisþjónustuna eftir innrásina í Úkraínu. 

Osechkin hefur birt nokkur bréfanna og sagði hann í samtali við The Times að sú áhætta sem uppljóstrarinn hefði tekið með bréfasendingunum væri merki um vaxandi reiði innan öryggisþjónustunnar í garð Pútíns. Hann er sagður hafa kennt öryggisþjónustunni um það að rússneskum hersveitum hafi mistekist að steypa stjórnvöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, af stalli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert