NATO styrkir varnir í austri

Mircea Geoana aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg framkvæmdarstjóri NATO og Joe …
Mircea Geoana aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg framkvæmdarstjóri NATO og Joe Biden forseti Bandaríkjanna fyrir fund NATO í dag. AFP/Thomas Coex

Leiðtogar NATO ríkjanna hafa samþykkt að styrkja hernaðarlegar varnir sínar í Austur-Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

„Við höfum virkjað varnaraðgerðir NATO og sent 40 þúsund hermenn í austurhlutann,“ segir í tilkynningu eftir fund í Brussel í dag.

Enn fremur hefur bandalagið styrkt varnir tengdum ýmsum efnavopnum og kjarnorkuvopnum í Austur-Evrópu og mun styrkja enn fremur. 

Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, sagði áður að herfylkingar yrðu sendar til Slóvakíu, Ungverjalands, Búlgaríu og Rúmeníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert