Leiðtogar NATO ríkjanna hafa samþykkt að styrkja hernaðarlegar varnir sínar í Austur-Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
„Við höfum virkjað varnaraðgerðir NATO og sent 40 þúsund hermenn í austurhlutann,“ segir í tilkynningu eftir fund í Brussel í dag.
Enn fremur hefur bandalagið styrkt varnir tengdum ýmsum efnavopnum og kjarnorkuvopnum í Austur-Evrópu og mun styrkja enn fremur.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði áður að herfylkingar yrðu sendar til Slóvakíu, Ungverjalands, Búlgaríu og Rúmeníu.