Allt að 60% eldflauga mistekst ætlunarverk sitt

Úkraínskur hermaður á gangi eftir eldflaugaárás Rússa á verslunarmiðstöð í …
Úkraínskur hermaður á gangi eftir eldflaugaárás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði 21. mars. AFP

Sumum tegundum rússneskra eldflauga sem er ætlað að ráðast á Úkraínu mistekst ætlunarverk sitt í allt að 60% tilfella. Margir ónefndir bandarískir embættismenn greindu frá þessu í samtali við Reuters.

Þetta gæti útskýrt hvers vegna Rússum hefur ekki gengið eins vel í stríðinu og raun ber vitni, meðal annars gegn úkraínska lofthernum, þrátt fyrir mun stærri her.

Embættismennirnir gátu ekki sýnt fram á sönnunargögn til að styðja við mál sitt og greindu ekki nákvæmlega frá því hvers vegna eldflaugunum tekst ekki ætlunarverk sitt. Á meðal þess sem getur gerst er að eldflaugarnar komast ekki á loft eða springa ekki þegar þær lenda á jörðu niðri.

Rússnesk yfirvöld svöruðu ekki fyrirspurnum vegna málsins.

Að sögn Bandaríkjamanna hafa Rússar skotið á loft að minnsta kosti 1.100 eldflaugum síðan stríðið hófst fyrir um mánuði síðan. Ekki er ljóst hversu margar hittu skotmörk sín eða hversu vel gekk að skjóta þeim á loft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert