Óttast að 300 hafi látist í árásinni

Á torgunum við hlið leikhússins má sjá orðin Börn skrifuð …
Á torgunum við hlið leikhússins má sjá orðin Börn skrifuð á rússnesku. AFP/Maxar Technologies

Úkraínskir embættismenn í hafnarborginni Maríupol segja að um 300 manns gætu hafa látist í loftárás Rússa á leikhús í síðustu viku þar sem fjöldi fólks hafði leitað skjóls.

„Miðað við frásagnir sjónarvotta hafa borist upplýsingar um að í kringum 300 manns hafi dáið í Drama-leikhúsinu í Maríupol eftir loftárásir rússneskrar flugvélar,“ sagði í tilkynningu frá Maríupol-borg á Telegram.

Ser­hjí Tar­uta, úkraínsk­ur þingmaður, hafði áður greint frá því að ein­hverj­um fórn­ar­lömb­um hafi tek­ist að koma sér út úr sprengi­skýl­inu í kjall­ara leik­húss­ins. Lítið var þó vitað um ör­lög þeirra sem eft­ir voru. 

Ser­hjí Or­lov, aðstoðar­borg­ar­stjóri Maríu­pol, sagði 1.000 til 1.200 manns hafa verið í byggingunni þegar árás­in var gerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka