Úkraínuher hafi sökkt landtökuskipi Rússa

Skipið brennur.
Skipið brennur. AFP /Úkraínski herinn

Úkraínskar hersveitir eru sagðar hafa sökkt stóru rússnesku landtökuskipi sem lá að bryggju í Azovhafi nálægt hafnarborginni Maríupol. Í skipinu voru vopn fyrir herlið Rússa.

The Guardian greinir frá.

Mögulega nýr kafli í hernaðarsögunni

Kristján Johannessen, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, segir á Facebook-síðu sinni að sagt sé að Úkraínumenn hafa gert árásina með vopnuðum dróna. Sé það rétt, þá hafi með þessu nýr kafli verið skrifaður í hernaðarsöguna því aldrei fyrr hafi dróni, svo vitað sé, sökkt stóru herskipi í vopnuðum átökum.

Hann segir jafnframt að sagt sé að tvö önnur landtökuskip hafi skemmst illa í árásinni en þau hafi þó sloppið við altjón með því að flýja í hraði. Þá hafi talsverður eldur kviknaði í öðru þeirra. 

Enn fremur megi gera ráð fyrir að geta rússneska sjóhersins til að flytja hergögn, vistir og hermenn til Úkraínu hafi nú minnkað verulega. Hernaðarsérfræðingar telji sumir að árásin hafi tryggt stöðu úkraínsku hafnarborgarinnar Odessa næstu vikurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert