Rússar að missa takið á Kerson

Loftmynd af flugvellinum í Kerson fyrr í mánuðinum.
Loftmynd af flugvellinum í Kerson fyrr í mánuðinum. AFP/Maxar Technologies

Borgin Kerson í suðurhluta Úkraínu var ein fyrsta borgin sem féll í stríðinu við Rússland. Herlið Úkraínu hóf gagnsókn í dag og náði til baka hluta borgarinnar, sem er ekki langt frá Maríupol.

Embættismaður innan úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem vildi ekki láta nafn síns getið sagði blaðamanni AFP-fréttaveitunnar frá gagnsókninni. 

„Úkraína er að reyna að ná borginni aftur á sitt vald, og hægt að segja að átök séu nú í borginni, sem er ekki lengur alfarið á valdi Rússa.“ 

Hann sagði að það væri erfitt að segja á þessum tímapunkti hver færi í rauninni með völd í borginni, „en það lítur út fyrir að hún sé ekki jafn ótvírætt á valdi Rússa og hún hefur verið undanfarið“.

Hernaðarleg mikilvæg staðsetning

Borgin er hernaðarlega mjög mikilvæg vegna staðsetningar hennar við ósa Dnípr-árinnar og með tök á borginni gætu Úkraínumenn þrýst úr báðum áttum að Mikolaív. 

„Það myndi gera Rússum mjög erfitt fyrir að nálgast Ódessa frá landi,“ sagði embættismaðurinn en Ódessa er stærsta hafnarborgin sem er enn á valdi Úkraínu.

Hann bætti því við að ef að Úkraína næði Kerson markaði það tímamót í stríðinu í suðurhluta landsins.

Talsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu einnig mikið barist fyrir norðaustan Kænugarð og þar væri her Úkraínu að sækja á rússneska herinn og reyna að koma þeim frá Búka og Irpín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert