Dró úr ummælum Bidens: Staða Pútíns í höndum Rússa

Blinken ræddi við blaðamenn í Ísrael en hann fundar með …
Blinken ræddi við blaðamenn í Ísrael en hann fundar með forseta landsins í dag. AFP

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að staða Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta væri „í höndum Rússa“ og dró úr ummælum Joes Bidens Bandaríkjaforseta sem gáfu til kynna vilja hans um stjórnarskipti í Rússlandi.

Í ávarpi sínu í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær sagði Biden um Pútín: „Í Guðs bæn­um, þessi maður get­ur ekki haldið áfram við völd.“

Í höndum landsins sjálfs

Í kjölfarið vöknuðu spurningar um það hvort Bandaríkin væru að tala fyrir ólýðræðislegum breytingum á ríkisstjórn Rússlands.

„Eins og þið hafið heyrt okkur segja ítrekað þá er það ekki áætlun okkar að stuðla að breytingum á ríkisstjórn Rússlands eða nokkurs annars lands ef út í það er farið,“ sagði Blinken. 

„Eins og í hvaða tilviki sem er þá er það í höndum landsins sem um ræðir. Það er í höndum Rússa,“ bætti Blinken við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert