Ræðir rýmingu almennra borgara við Pútín

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti varaði við öfgakenndum orðum vegna stríðsins í Úkraínu eftir að bandaríski kollegi hans Joe Biden lýsti rússneska kollega þeirra Vladimír Pútín sem slátrara sem ætti ekki að leyfa að halda völdum. 

Í samtali við franska fjölmiðla sagði Macron að markmiðið væri að koma á vopnahléi í Úkraínu og í kjölfarið brotthvarfi rússneskra hermanna. Hann sagði að það væri ekki mögulegt með stigmögnun orða eða gjörða. 

Bandarísk yfirvöld hafa hafnað því að Biden hafi verið að kalla eftir breytingum á ríkisstjórn Rússlands. 

Macron hefur haldið áfram samskiptum við Pútín frá upphafi stríðs og sagði hann að hann myndi ræða við Pútín á næstu tveimur dögum til þess að skipuleggja rýmingu almennra borgara frá borginni Maríupol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert