Reyni að skipta Úkraínu í tvennt

Úkraínskur hermaður í brynvörðum bíl í úthverfi Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, …
Úkraínskur hermaður í brynvörðum bíl í úthverfi Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær. AFP

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir að rússneski herinn sé að reyna að skipta Úkraínu í tvennt til þess að skapa rússneskt yfirráðasvæði í landinu eftir að hafa mistekist að taka völdin yfir Úkraínu í heild sinni. 

Reuters greinir frá því að Kyrylo hafi sagt í yfirlýsingu að rússnesk stjórnvöld væru að reyna að „skapa Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu.“

Þá bætti Budanov því við að úkraínski herinn muni bráðlega hefja skæruhernað á þeim svæðum sem eru nú undir stjórn Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert