Telur að íbúar vilji að svæðið verði rússneskt

Slökkviliðsmenn slökktu í vikunni stóran eld í matvælageymslu í borginni …
Slökkviliðsmenn slökktu í vikunni stóran eld í matvælageymslu í borginni Severodonetsk sem staðsett er í Lugansk. AFP

Stjórnandi aðskilnaðarhéraðsins Lugansk í Úkraínu sagði í dag að héraðið muni líklega halda íbúakosningu þar sem kosið verði um sameiningu við Rússland. 

„Ég held að á næstunni verði haldin atkvæðagreiðsla um yfirráðasvæði lýðveldisins þar sem fólkið mun láta í ljós skoðun sína um aðild að rússneska sambandsríkinu,“ hafa rússneskir fréttamiðlar eftir stjórnandanum, Lenoid Pasechink. 

„Af einhverri ástæðu er ég viss um að það verði samþykkt.“

Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í lok febrúar og sagðist hann þá vera að verja úkraínsku héröðin Dónetsk og Lugansk, sem Rússland viðurkenndi nokkrum dögum áður sem sjálfstæð.

Héröðin eru staðsett í austurhluta Úkraínu og er þar aðallega töluð rússneska. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert