Stjórnvöld í Þýskalandi skoða innkaup á háþróuðu loftvarnarkerfi frá Ísrael sem gæti varið Þýskaland og nágrannalönd þess. Frá þessu greindi Olaf Scholz kanslari Þýskalands í sjónvarpsviðtali.
Kerfið er þegar í notkun í Ísrael og hefur verið nefnt Járnhvelfingin. Var það sett upp árið 2011 og var fjármagnað af Bandaríkjunum í þeim tilgangi að vernda þau svæði í suðurhluta Ísrael sem verða gjarnan fyrir eldflaugaárásum frá Gazaströndinni.
Andreas Schwarz, þingmaður sósíaldemókrata, segir mikilvægt að koma loftvarnakerfinu í gagnið eins fljótt og mögulegt er til þess að verja Þýskaland fyrir „rússnesku ógninni“.
Kerfið sem stjórnvöld eru að skoða kostar um tvo milljarða evra sem samsvarar 286 milljörðum króna. Samkvæmt dagblaðinu Bild gæti kerfið verið komið í gang árið 2025.
Loftvarnakerfið er gríðarlega öflugt og er sagt varið Pólland, Rúmeníu og Eystrasaltsríkin gegn eldflaugaárásum.
„Við getum búið til Járnhvelfingu yfir hluta Evrópu. Þá myndum við spila lykilhlutverk í öryggismálum álfunnar,“ sagði Schwarz.