Vill járnhvelfingu yfir Evrópu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi skoða innkaup á háþróuðu loftvarnarkerfi frá Ísrael sem gæti varið Þýskaland og nágrannalönd þess. Frá þessu greindi Olaf Scholz kanslari Þýskalands í sjónvarpsviðtali.

Kerfið er þegar í notkun í Ísrael og hefur verið nefnt Járnhvelfingin. Var það sett upp árið 2011 og var fjár­magnað af Banda­ríkj­un­um í þeim til­gangi að vernda þau svæði í suður­hluta Ísra­el sem verða gjarn­an fyr­ir eld­flauga­árás­um frá Gaza­strönd­inni.

Andreas Schwarz, þingmaður sósíaldemókrata, segir mikilvægt að koma loftvarnakerfinu í gagnið eins fljótt og mögulegt er til þess að verja Þýskaland fyrir „rússnesku ógninni“.

Eldflaugakerfið í Ísrael.
Eldflaugakerfið í Ísrael. AFP

Kerfið sem stjórnvöld eru að skoða kostar um tvo milljarða evra sem samsvarar 286 milljörðum króna. Samkvæmt dagblaðinu Bild gæti kerfið verið komið í gang árið 2025.

Loftvarnakerfið er gríðarlega öflugt og er sagt varið Pólland, Rúmeníu og Eystrasaltsríkin gegn eldflaugaárásum.

„Við getum búið til Járnhvelfingu yfir hluta Evrópu. Þá myndum við spila lykilhlutverk í öryggismálum álfunnar,“ sagði Schwarz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert