Hollenska brugghúsið Heineken hefur tilkynnt um lokun í Rússlandi og er þar með orðið nýjasta vestræna fyrirtækið til að tilkynna um slíkt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Bjórframleiðandinn hafði þegar dregið úr sölu og framleiðslu Heineken bjórs í Rússlandi sem og fallið frá nýjum fjárfestingum í landinu.
„Við erum í miklu áfalli og leið yfir að sjá stríðinu í Úkraínu fram haldið og spennu aukast,“ segir í yfirlýsingu frá Heineken.
„Í kjölfar yfirferðar á starfsháttum okkar og starfsemi, er niðurstaða okkar að starfsemi í eigu Heineken í Rússlandi er ekki lengur sjálfbær né heldur raunhæf í núverandi umhverfi,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Þar af leiðandi höfum við ákveðið að yfirgefa Rússland.“