Viðræðum ekki fram haldið í dag

Dmitrí Peskov.
Dmitrí Peskov. AFP

Friðarviðræðum samninganefnda Úkraínu og Rússlands í eigin persónu verður ekki fram haldið í dag eins og væntingar stóðu til um. 

Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, hefur sagt ólíklegt að það takist að hefja viðræður að nýju í dag en líklegra sé að þær hefjist á morgun. 

Sagði hann samninganefnd Rússa vera að leggja af stað til Tyrklands, þar sem viðræðurnar munu fara fram. Þá er haft eftir honum að fundir augliti til auglitis geri viðræðurnar markvissari og líklegri til árangurs. 

„Því miður er ekki hægt að segja að nein þýðingarmikil skref hafi verið tekin enn sem komið er,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert