Virða kröfu Pútíns að vettugi

G7-ríkin segja greiðslu í rúblum brot á gildandi samningum.
G7-ríkin segja greiðslu í rúblum brot á gildandi samningum. AFP

G7-ríkin, sjö stærstu iðnríki heims, hafa vísað á bug kröfu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að greiða þurfa fyrir gas frá Rússlandi í rúblum, rússneska gjaldmiðlinum.

Robert Habeck fjármálaráðherra Þýskalands sagði kröfuna sýna fram á að Pútín væri kominn út í horn.

„Allir orkumálaráðherrar G7-ríkjanna eru sammála um að þetta sé klárt brot á gildandi samningum,“ sagði þýski ráðherrann en Þjóðverjar fara nú með forystu á þessum samvinnu vettvangi sem G7-ríkin eru.

„Greiðsla í rúblum er óásættanleg. Við köllum eftir því að öll hlutaðeigandi fyrirtæki verði ekki við kröfu Pútíns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert