Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði bæði Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, ogVladimír Pútín, forseta Rússalands, vera góða vini sína í ávarpi sínu fyrir samningaviðræður sendinefnda landanna tveggja sem eru við það að hefjast í Istanbúl.
Sagði hann að viðræðurnar sem nú munu fara fram munu ryðja veginn fyrir leiðtogafund Seleskís og Pútíns og að Tyrkir væru boðnir og búnir til að bjóða upp á aðstöðu fyrir slíkan fund einnig. Tyrkland er í Atlantshafsbandalaginu.
Erdogan sagði sömuleiðis að sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hefðu lögmætar kröfur fram að færa.