Erdogan segir Selenskí og Pútín vini sína

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði bæði Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, ogVladimír Pútín, forseta Rússalands, vera góða vini sína í ávarpi sínu fyrir samningaviðræður sendinefnda landanna tveggja sem eru við það að hefjast í Istanbúl. 

Sagði hann að viðræðurnar sem nú munu fara fram munu ryðja veginn fyrir leiðtogafund Seleskís og Pútíns og að Tyrkir væru boðnir og búnir til að bjóða upp á aðstöðu fyrir slíkan fund einnig. Tyrkland er í Atlantshafsbandalaginu.

Erdogan sagði sömuleiðis að sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hefðu lögmætar kröfur fram að færa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert