Fundur Visegrád-ríkjanna í uppnámi

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lengi þótt hliðhollur Pútín Rússlandsforseta.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lengi þótt hliðhollur Pútín Rússlandsforseta. AFP

Stjórnvöld í Ungverjalandi sitja nú undir gagnrýni frá nágrannaríkjunum Tékklandi og Póllandi vegna sambands stjórnvalda í Ungverjalandi við stjórnvöld í Rússlandi. 

Ráðherrar frá ríkjunum tveimur munu sniðganga fund Visegrád-ríkjanna í Búdapest en Visegrád er bandalag Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Til stóð að ráðherrar frá ríkjunum fjórum myndu funda í Búdapest á morgun. 

Varnarmálaráðherra Póllands, Mariusz Blaszczak, mun ekki fara til Búdapest samkvæmt tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í morgun vegna sambands ungveskra stjórnvalda við stjórnvöld í Rússlandi. 

Í síðustu viku var tilkynnt að Jana Cernochova, varnarmálaráðherra Tékklands myndi sniðganga fundinn og hún sendi ungverskum stjórnvöldum tóninn. 

„Ég hef ávallt stutt V4 [Visegrád] og mér þykir leiðinlegt að ungverskir stjórnmálamenn þyki ódýr olía frá Rússlandi mikilvægari en blóð Úkraínumanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert