Krefjast ekki lengur „af-nasistavæðingar“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Rússar krefjast þess ekki lengur í friðarviðræðum sínum að Úkraína verði „af-nasistavædd“. Þeir eru einnig tilbúnir til að leyfa Úkraínumönnum að ganga til liðs við Evrópusambandið svo lengi sem þeir halda áfram að vera óháðir þegar kemur að hernaðarmálum.

Fjórir heimildarmenn Financial Times greindu frá þessu.

Úkraínskur hermaður kemur upp úr skotgröfum.
Úkraínskur hermaður kemur upp úr skotgröfum. AFP

Friðarviðræðurnar hófust á nýjan leik í morgun og er þetta í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem samningamenn ræðast við augliti til auglitis. Mögulegur samningar gæti falið í sér að Úkraína myndi hætta við að sækja um aðild að NATO en í staðinn yrði öryggi þeirra tryggt ásamt möguleika á að ganga í ESB, að sögn heimildarmannanna.

Ekkert kemur fram í uppkasti að friðarsamningi um þrjár upphaflegar kröfur Rússa, eða „af-nasistavæðingu“, dregið verði úr umsvifum úkraínska hersins og að rússneskt tungumál verði verndað með lögum í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert