Stjórnvöld í Rússlandi vísa því á bug að eitrað hafi verið fyrir rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich sem viðstaddur er friðarviðræðurnar í Tyrklandi fyrir hönd Rússa.
Abramovich glímdi við óvæntan heilsubrest að því er virðist og flutti The Wall Street Journal fréttir af því í gær að eitrað hafi verið fyrir Abramovich sem og tveimur fulltrúum úr úkraínsku sendinefndinni.
Dimitry Peskov, talsmaður Kreml, vísar þessu á bug og sagðir fréttirnar úr lausu lofti gripnar. Sé fréttaflutningurinn einfaldlega hluti af áróðursstríði.
Peskov staðfesti hins vegar að Abramovich taki þátt í friðarviðræðunum þótt hann sé ekki formlega í rússnesku sendinefndinni. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafi samþykkt aðkomu Abramovich að fundahöldunum í Tyrklandi.
Tilgátur um meinta eitrun hafa gengið út á að rússneskir harðlínumenn sem hafi takmarkaðan áhuga á friði hafi eitrað fyrir Abramovich.