Samninganefndir lentar í Tyrklandi

Úkraínskur hermaður við borgarmörk Kænugarðs.
Úkraínskur hermaður við borgarmörk Kænugarðs. AFP

Rúss­nesk­ar og úkraínsk­ar samn­inga­nefnd­ir eru lent­ar í Ist­an­búl í Tyrklandi til þess að hefja friðarviðræður að nýju.

Full­trú­ar Úkraínu segja það vera for­gangs­mál að semja um vopna­hlé en bæði úkraínsk­ir full­trú­ar og banda­rísk­ir sér­fræðing­ar hafa tjáð efa sinn um að sendi­nefnd Rúss­lands sé í viðræðunum að heil­um hug.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, biðlaði í nótt til þjóða heims­ins að herða enn frek­ar að efna­hagsþving­un­um á hend­ur Rússa og kallaði eft­ir að rúss­nesk olía yrði sniðgeng­in.

Varna­málaráðuneyti Breta tel­ur að Rúss­ar reyni nú að halda í stöðu sína á ýms­um svæðum í kring um úkraínsk­ar borg­ir á meðan starf þeirra og inn­rás er end­ur­skipu­lögð. 

Hernaðar­yf­ir­völd í Úkraínu hafa staðfest að úkraínski her­inn hef­ur náð bæn­um Trsía­net, nærri Súmí í norðri, aft­ur á sitt vald. Enn eru litl­ar hreyf­ing­ar á rúss­nesk­um her­sveit­um nærri Kænug­arði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert