Rússneskar og úkraínskar samninganefndir eru lentar í Istanbúl í Tyrklandi til þess að hefja friðarviðræður að nýju.
Fulltrúar Úkraínu segja það vera forgangsmál að semja um vopnahlé en bæði úkraínskir fulltrúar og bandarískir sérfræðingar hafa tjáð efa sinn um að sendinefnd Rússlands sé í viðræðunum að heilum hug.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði í nótt til þjóða heimsins að herða enn frekar að efnahagsþvingunum á hendur Rússa og kallaði eftir að rússnesk olía yrði sniðgengin.
Varnamálaráðuneyti Breta telur að Rússar reyni nú að halda í stöðu sína á ýmsum svæðum í kring um úkraínskar borgir á meðan starf þeirra og innrás er endurskipulögð.
Hernaðaryfirvöld í Úkraínu hafa staðfest að úkraínski herinn hefur náð bænum Trsíanet, nærri Súmí í norðri, aftur á sitt vald. Enn eru litlar hreyfingar á rússneskum hersveitum nærri Kænugarði.