Að minnsta kosti 200 drepnir í Irpín

Horft yfir bæinn Irpín.
Horft yfir bæinn Irpín. AFP

Að minnsta kosti 200 hafa verið drepnir í úkraínska bænum Irpín, sem er skammt norðvestur af höfuðborginni Kænugarði, frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmum mánuði síðan.

Þetta sagði bæjarstjórinn, Oleksandr Markúsjin, við fréttamenn í dag.

„Ég held að á bilinu 200 til 300 hafi látist,“ sagði hann.

Bærinn Irpín er merktur með rauðu á kortinu, rétt norðvestan …
Bærinn Irpín er merktur með rauðu á kortinu, rétt norðvestan við Kænugarð. Kort/Google

Markúsjin bætti því við að meira en helmingur bæjarins væru rústir einar eftir innrás Rússa og ekki væri öruggt að snúa aftur til Irpín.

Bærinn væri undir stjórn Úkraínumanna. Þrátt fyrir það væri hann ekki öruggur, vegna hættu á árásum Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert