Átján myrtir með skotvopnum í Svíþjóð frá áramótum

Tilkynnt hefur verið um metfjölda banvænna skotárása í Svíþjóð.
Tilkynnt hefur verið um metfjölda banvænna skotárása í Svíþjóð. AFP

Tilkynnt hefur verið um metfjölda banvænna skotárása í Svíþjóð það sem af er ári, samkvæmt tölfræði lögreglu sem SVT hefur tekið saman.

Fram kemur að 18 manns hafi verið skotnir til bana frá áramótum og tengist það að mestu leyti starfsemi glæpagengja. Ekki hafa fleiri banvænar skotárásir átt sér stað á fyrstu mánuðum ársins undanfarin fimm ár.

Segir afbrotafræðingur við Stokkhólmsháskóla að málin tengist yfirleitt hvert öðru. Hann segir jafnframt ekkert benda til þess að það muni draga úr fjölda skotárása. Þá hafi ráðstafanir sem gripið hefur verið til ekki borið nægjanlegan árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert