Íbúarnir héldu út að hreinsa til eftir árásir

Eins og sjá má eru sumar byggingar mjög illa farnar …
Eins og sjá má eru sumar byggingar mjög illa farnar eftir sprengjuregn og árásir Rússa á borgina Karkív.

Íbúar í borg­inni Karkív tóku sig sam­an síðustu tvo daga og hreinsuðu upp göt­ur, garða og stræti eft­ir árás­ir Rússa á borg­ina. Mikið er um brak og annað rusl á göt­um eft­ir sprengju­árás­ir sem eyðilagt hafa fjölda húsa í borg­inni. Borg­ar­bú­ar létu yf­ir­vof­andi árás­ir þó ekki stöðva sig og héldu í hreins­un­ar­starfið.

Við höld­um áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borg­inni Ódessa í suður­hluta lands­ins, Ser­gei í Lvív í vest­ur­hluta lands­ins og Kar­ine í borg­inni Karkív í aust­ur­hluta lands­ins, en þau deila með mbl.is upp­lif­un­um sín­um og greina frá því hvað efst er í huga al­mennra borg­ara eft­ir að stríð braust út í landi þeirra.

Þriðju­dag­ur 29. mars

Karíne í Karkív

Síðasta nótt var ró­leg og stór­skota­hríðin var mun minni en áður. Líf er hægt og ró­lega að fær­ast yfir borg­ina, en ég veit að svona ró­leg­ir dag­ar fást aðeins vegna aðgerða hers­ins okk­ar, þjóðvarn­ar­liðsins og með alþjóðleg­um stuðningi, en ekki vegna góðs vilja inn­rás­ar­hers­ins. Rúss­arn­ir eru slæg­ir og eru nú að safna herliði sínu aft­ur sam­an til að gera aðra árás.

Rúss­ar eyðilögðu ný­lega enn eina sögu­legu bygg­ing­una hér í borg­inni. Í þetta skiptið var það ein af elstu slökkvistöðvum lands­ins, en hús­næðið var byggt árið 1887. Önnur sögu­leg bygg­ing var skemmd í byrj­un mars, en það var hús­næði áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins hér í Karkív. Það var byggt á ár­un­um 1899-1902 sem dóms­hús og var hannað af arki­tekt­in­um Oleksí Beket­ov. Opn­un húss­ins fór fram 30. nóv­em­ber 1903, en á þriðja ára­tug síðustu ald­ar var svo síðasti hluti húss­ins form­lega kláraður. Í seinni heimstyrj­öld­inni skemmd­ist húsið, en var end­ur­byggt eft­ir stríðið. Ný­lega var svo lokið við end­ur­gerð húss­ins.

Braki og rusli safnað saman.
Braki og rusli safnað sam­an.

 

Í dag og í gær fór Marína, frænka manns­ins míns, ásamt fleiri íbú­um Karkív og tók þátt í til­tekt í borg­inni. Var meðal ann­ars reynt að hreinsa til í kring­um staði sem höfðu orðið fyr­ir sprengju­árás­um Rússa, meðal ann­ars rétt við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn.

Einn hópurinn sáttur að verki loknu.
Einn hóp­ur­inn sátt­ur að verki loknu.

Ætt­erni Marínu er rúss­neskt, en hún horf­ir alltaf á sig sem Úkraínu­búa. Þrátt fyr­ir allt eru Úkraínu­bú­ar ekki bara þjóðerni, held­ur all­ir íbú­ar rík­is­ins. Úkraína eru fjölþjóða ríki og Úkraínu­menn eru all­ir þeir sem telja Úkraínu vera heima­land sitt. Þetta er fólk með mis­mun­andi þjóðern­is­bak­grunn. Þetta eru dagest­ansk­ir ná­grann­ar mín­ir sem flúðu þegar stríðið braust út en vilja snúa til baka, heim. Þetta er ús­bekska fjöl­skyld­an sem seldi græn­meti og ávexti hér í næstu götu. Börn þeirra lærðu öll úkraínsku og einn son­ur þeirra var í lækna­námi.

Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, kíkti við og fylgdist með hreinsunarstarfinu.
Ihor Terek­hov, borg­ar­stjóri Karkív, kíkti við og fylgd­ist með hreins­un­ar­starf­inu.

Þetta eru líka Túrk­men­ar, Tatar­ar, Rúss­ar, Armen­ar, Georgíu­menn, Hvíta-Rúss­ar, gyðing­ar og Grikk­ir, en marg­ir af þeim síðast nefndu bjuggu í Maríu­pol. Þetta er fólk sem horf­ir allt á Úkraínu sem heim­ili sitt, landið sitt og móður­jörðina. Fólk af mis­mun­andi þjóðerni á Úkraínu.

Rúss­ar hafa alltaf reynt að vinna gegn tungu­mál­um þess­ara hópa og þannig að sundra sam­fé­lög­um. Hverr­ar þjóðar sem þú ert hér í Úkraínu þá ertu virt­ur fyr­ir það.

Það var ráðist í allskonar hreinsistörf sem og vorverk.
Það var ráðist í allskon­ar hreins­istörf sem og vor­verk.

Og eitt með Rússa og Rúss­land. Þegar ég tala um að Rúss­ar séu að ráðast á Úkraínu á ég ekki við þjóðflokk­inn Rússa held­ur á ég við þá sem búa í Rússlandi og hafa reynt að niður­lægja annað fólk og þjóðir í kring­um sig. Þess­ir Rúss­ar virða ekki menn­ingu annarra þjóða og hafa troðið rúss­nesku upp á aðrar þjóðir.

Fyr­ir­litn­ing fyr­ir gild­um annarra hef­ur verið ein­kenni Rússa og það má sjá á að flest­ir Rúss­ar virðast styðja aðgerðir rík­is­stjórn­ar sinn­ar varðandi þetta stríð. Þetta er svo rétt­lætt með fá­rán­leg­um rök­um eins og að Úkraína hafi ætlað að ráðast inn í Rúss­land fyrst. Þeir sem tala þannig eru því miður full­ir af rang­hug­mynd­um.

Til upp­lýs­inga þá er faðir minn Armeni og móðir mín úkraínsk og sjálf skil­greini ég mig sem Úkraínu­mann.

Marína, frænka eiginmanns Karíne var ein þeirra sem aðstoðaði við …
Marína, frænka eig­in­manns Karíne var ein þeirra sem aðstoðaði við hreins­i­starfið. Eins og sjá má eru skemmd­ar bygg­ing­ar í bak­grunni.

Jaroslav í Ódessu

Við erum hér enn og við erum enn að aðstoða fólk. Ekk­ert hef­ur breyst. Í dag und­ir­bjugg­um við um fimm­tíu skammta af þurrmat sem við náðum þó ekki að koma út þar sem fjöl­mörg önn­ur verk­efni komu á borð okk­ar í dag. Á morg­un mun­um við ná að send­ast með þess­ar matarpakka.

Við vit­um að ekk­ert er ná­kvæm­lega sam­kvæmt áætl­un í þess­um aðstæðum og þess vegna er erum við ekk­ert stressaðir þegar breyt­ing­ar verða. Við vinn­um bara að okk­ar mark­miði jafnt og þétt.

Jaroslav og æskuvinur hans hittust í gær, en vinurinn er …
Jaroslav og æsku­vin­ur hans hitt­ust í gær, en vin­ur­inn er einn þeirra sem sinn­ir vörn­um borg­ar­inn­ar.

 

Ég hitti einn æsku­vin minn í dag, en hann var bekkja­bróðir minn hér áður fyrr. Í dag er hann einn af okk­ar öfl­ug­ustu varðmönn­um borg­ar­inn­ar. Gam­an að segja frá því að hann kom með hug­mynd­ina að fyrstu hljóm­sveit­inni sem ég var í. Við hlóg­um sam­an þegar við rifjuðum upp að hann var áður fyrr hrædd­ur um að for­eldr­ar hans myndu kom­ast að því að hann væri byrjaður að reykja. Í dag stend­ur hann hins veg­ar fyr­ir fram­an mig í full­um her­skrúða, vopnaður, í skot­heldu vesti og með hand­sprengj­ur.

Hann sagðist vera viss um að við mynd­um sigra og auðvitað mun­um við sigra! Í nótt get ég því farið að sofa án alls ótta.

Ser­gei í Lvív

Þrítug­asti og fjórði dag­ur stríðsins. Dag­ur­inn var mjög af­kasta­mik­ill í raun­veru­legu vinn­unni minni og viðskipta­vin­ir eru hægt og ró­lega að leita til okk­ar á ný. Von­andi mun þess þróun halda áfram á kom­andi dög­um. Veðrið var frek­ar slæmt í dag og ég fór því ekki úr húsi, auk þess sem loft­varnaflaut­urn­ar glumdu í þrígang, án þess að nein­ar sprengj­ur lentu.

Horfði á frétt­ir frá Rússlandi og það virðist vera sem her­menn þar séu plataðir í að taka þátt í stríðinu með inn­an­tóm­um lof­orðum um æv­in­týri. Sjá­um til hvort það ræt­ist, ég alla­vega trúi engu sem kem­ur frá Rússlandi.

Í kvöld fer ég snemma í hátt­inn því það er vinnu­dag­ur framund­an á skrif­stof­unni. Von­andi er allt gott að frétta hjá þeim sem lesa þetta!

Staðan: Sakna eig­in­konu minn­ar og son­ar mjög mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert