Tillaga um kvörtunarrétt barna kolfelld

Börn í Noregi, sem telja að brotið hafa verið á …
Börn í Noregi, sem telja að brotið hafa verið á rétti þeirra, munu ekki eiga rétt á að kvarta til Sameinuðu þjóðanna. mbl.is/Colourbox

Tillaga um að börnum í Noregi, sem telja að brotið hafi verið á rétti þeirra, yrði veittur réttur til að kvarta til Sameinuðu þjóðanna var kolfelld á norska Stórþinginu í gær.

Frjálsu félagasamtökin Save The Children (e. Barnaheill) eru vægast sagt ósátt með niðurstöðuna.

„Þetta eru mikil vonbrigði og afar sorglegt fyrir börn í Noregi. Noregur hefur fram að þessu verið brautryðjandi þegar kemur að réttindum barna,“ er haft eftir Thale Skybak, deildarstjóra Barnaheilla í Noregi, í umfjöllun NRK.

48 lönd, þar með talin Danmörk og Finnland, hafa gerst aðilar að viðbótarbókun Sameinuðu þjóðanna sem segir að börn eigi rétt á að kvarta til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Frjálslyndi flokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Rauði flokkurinn í Noregi studdu tillöguna sem var svo felld með 80 atkvæðum gegn 21.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert