Rússar flugu með kjarnavopn yfir Svíþjóð

Flugvélarnar voru fjórar talsins, þar af tvær sem voru búnar …
Flugvélarnar voru fjórar talsins, þar af tvær sem voru búnar kjarnavopnum, samkvæmt heimildum TV4. AFP/Swedish Air Force

Tvær rússneskar flugvélar sem flugu inn fyrir sænska lofthelgi nálægt eyjunni Gotlandi, og brutu þar með í bága við loftfarabannið sem búið var að leggja á Rússland, voru vopnaðar kjarnavopnum. Þetta herma heimildir sænska fjölmiðilsins TV4.

Samkvæmt upplýsingum þeirra var brotið á banninu gert til að ógna Svíþjóð.

Rússnesku flugvélarnar sem flugu inn fyrir lofthelgina þann 2. mars voru fjórar talsins, þar af tvær af gerðinni Sukhoi 27 og tvær af gerðinni Sukhoi 24 sem voru búnar kjarnavopnum.

Vegna stríðsins í Úkraínu höfðu Svíar aukið gæslu og tóku þar með eftir því þegar rússnesku flugvélarnar stefndu að Gotlandi.

Viljandi gert

„Við metum það sem svo að þetta hafi verið meðvituð ákvörðun. Sem er afar alvarlegt sérstaklega þar sem að landið er í stríði,“ sagði yfirmaður sænska flughersins, Carl-Johan Edström.

Hann segir ekki útilokað að flugvélunum hafi óvart verið beint inn í sænsku flughelgina en að búið sé að greina atvikið og að allt bendi til þess að þetta hafi verið viljandi gert.

Brotið varði í um mínútu en til að bregðast við þessum óvinveittu vélum sendu Svíar JAS 39 Gripen loftför til að taka myndir af boðflennunum, sem staðfesti að rússnesku vélarnar voru búnar kjarnavopnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert