Vill flytja almenna borgara frá Maríupol

Íbúar hafa undanfarna daga og vikur reynt að komast frá …
Íbúar hafa undanfarna daga og vikur reynt að komast frá Maríupol í suðurhluta Úkraínu. AFP/emre caylak

Rauði krossinn kveðst reiðubúinn að framkvæmda flutning almennra borgara frá úkraínsku borginni Maríupol á morgun ef stríðandi fylkingar samþykkja það.

Maríu­pol er hafn­ar­borg við Asovs­haf sem er illa leik­in eft­ir inn­rás rúss­neska hers­ins. Hún hef­ur verið um­kringd í lengri tíma og án raf­magns og renn­andi vatns. Varað hef­ur verið við að mannúðar­krísa sé í far­vatn­inu í borg­inni þar sem illa hef­ur gengið að forða al­menn­um borg­ur­um.

Í yfirlýsingu frá Rauða krossinum segir að nauðsynlegt sé að koma fólki frá borginni vegna ástandsins þar en auk vatns og rafmagnsleysis skortir fólk lyf og mat.

„Teymi okkar er með læknisbúnað og birgðir og er undir það búið að tryggja öruggan flutning almennra borgara frá Maríupol,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá Rauða krossinum.

Þar sagði enn fremur að líf tugþúsunda borgara væri í húfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert