Bæjaryfirvöld í rússnesku borginni Belgorod segja Úkraínumenn hafa varpað sprengjum á borgina, sem er rétt við landamæri Úkraínu, í morgun með þeim afleiðingum að átta olíutankar standa í ljósum logum.
Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri á Belgorod-svæðinu, segir elda hafa kviknað eftir árás tveggja úkraínskra herþyrlna.
An oil depot is on fire in #Belgorod, #Russia.
— NEXTA (@nexta_tv) April 1, 2022
"The emergency services went to the place of fire, measures are being taken to eliminate it", said Gladkov, the governor of the region in his Telegram channel. pic.twitter.com/ey7rC5ChSz
Úkraínumenn hafa ekki lýst ábyrgð á árásunum.
Erlendir fjölmiðlar greinar frá því á rýma hafi þurft götur í grennd við olíutankana og að tveir verkamenn væru særðir eftir árásina.