Segja Úkraínumenn hafa varpað sprengju í Rússlandi

Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri á Belgorod-svæðinu, segir elda hafa kviknað eftir …
Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri á Belgorod-svæðinu, segir elda hafa kviknað eftir árás tveggja úkraínskra herþyrlna. AFP

Bæjaryfirvöld í rússnesku borginni Belgorod segja Úkraínumenn hafa varpað sprengjum á borgina, sem er rétt við landamæri Úkraínu, í morgun með þeim afleiðingum að átta olíutankar standa í ljósum logum.

Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri á Belgorod-svæðinu, segir elda hafa kviknað eftir árás tveggja úkraínskra herþyrlna.

Úkraínumenn hafa ekki lýst ábyrgð á árásunum.

Erlendir fjölmiðlar greinar frá því á rýma hafi þurft götur í grennd við olíutankana og að tveir verkamenn væru særðir eftir árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert