Loftárásir gerðar á Ódessu

Mikinn svartan reyk leggur upp frá iðnaðarsvæði í borginni.
Mikinn svartan reyk leggur upp frá iðnaðarsvæði í borginni. AFP/ BULENT KILIC

Loftárásir voru gerðar á hafnarborgina Ódessu í Úkraínu í nótt, en borgin stendur við Svartahaf. Stjórnvöld höfðu varað við því að þegar Rússar drægju mannskap sinn frá Kænugarði þá myndu þeir reyna að þétta raðirnar í suðurhluta landsins. AFP-fréttastofan greinir frá.

Anton Herashchenko,ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu greindi frá því að nokkrar af eldflaugum Rússa hefðu verið skotnar niður.

Blaðamaður AFP segist hafa heyrt sprengingar í suðvesturhluta borgarinnar um klukkan sex í morgun að staðartíma. Í kjölfarið hafi svartan reyk lagt upp frá iðnaðarsvæði og eldtungur hafi verið sýnilegar.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því á föstudag að Rússar væru að þétta raðirnar í suðri og væru að undirbúa öflugar árásir, en búist hafði verið við því að Rússar myndu færa sig um set og breyta um taktík.

Búið var að vara við því að Rússar myndu þétta …
Búið var að vara við því að Rússar myndu þétta raðrirnar í suðri. AFP/BULENT KILIC
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert