Samfélagsmiðlabanni mótmælt í Sri Lanka

Margir flúðu hersveitirnar á mótmælunum.
Margir flúðu hersveitirnar á mótmælunum. AFP

Vopnaðar her­sveit­ir í Sri Lanka stöðvuðu í dag mót­mæla­göngu þar sem borg­ar­ar mót­mæltu efna­hags­ástandi lands­ins eft­ir að stjórn­völd boðuðu sam­fé­lags­miðlabann og settu þannig tján­ing­ar­frelsi íbúa Sri Lanka þröng­ar skorður.

Skort­ur á mat, eldsneyti og öðrum nauðsynja­vör­um plaga íbúa nú þegar mesta efna­hags­lægð í sögu lands­ins ríður yfir, frá því það öðlaðist sjálf­stæði árið 1948.

Gota­baya Rajapaksa, for­seti Sri Lanka, lýsti yfir neyðarástandi í land­inu á föstu­dag, dag­inn eft­ir að reiður múgur gerði til­raun til inn­brots á heim­ili hans í höfuðborg­inni Colom­bo og tók út­göngu­bann gildi í land­inu sem stend­ur yfir fram á mánu­dags­morg­unn.

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn Samagi Jana Balawayaga hef­ur for­dæmt sam­fé­lags­miðlabannið og skipu­lagt mót­mæla­göng­ur þar sem kraf­ist er af­sagn­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Her­sveit­um var stillt upp til þess að stöðva mót­mæla­göng­una þar sem halda átti á Sjálf­stæðis­torg Colom­bo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert