Morðin á óbreyttum borgurum í bænum Bucha, í útjaðri Kænugarðs í Úkraínu eru „úthugsuð fjöldamorð“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Eftir að rússneski herinn dró hersveitir sínar til baka frá svæðinu kom í ljós mikill hryllingur. Lík almennra borgara lágu á víð og dreif um götur bæjarins, en fólkið virtist hafa verið skotið. Þá segir bæjarstjóri Bucha segir að um 280 borgarar liggi í fjöldagröfum. AFP-fréttastofan greinir frá
„Fjöldamorðin í Bucha voru úthugsuð. Markmið Rússa er að drepa eins marga Úkraínumenn og þeir geta. Við verðum að stoppa þá og sparka þeim burt. Ég krefst enn harðari refsiaðgerða af hálfu G7 ríkjanna,“ skrifaði Kuleba á Twitter- síðu sína.
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir að rannsaka verði voðaverkin í Bucha og Irpin sem stríðsglæpi. Sönnunargögn um skelfilegt ofbeldi gegn almennum borgurum hlaðist upp.
„Geðþóttaákvarðanir um árásir á saklausa borgara, í ólöglegri og óréttlætanlegri innrás Rússa í Úkraínu, verður að rannsaka sem stríðsglæpi,“ sagði Truss í yfirlýsingu.