Pyntuðu og myrtu fimm menn

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu heimsótti Bútsja í gær.
Volodimír Selenskí forseti Úkraínu heimsótti Bútsja í gær. AFP

Lík fimm manna sem voru pyntaðir og myrtir af rússneskum hermönnum, fundust í kjallara á heilsuhæli fyrir börn í borginni Bútsja, að því er fram kom í yfirlýsingu frá embætti úkraínska ríkissaksóknarans.

„Hermenn rússneska hersins pyntuðu og drápu óvopnaða borgara,“ sagði í yfirlýsingunni. Þar kom einnig fram að hendur mannanna hefðu verið bundnar.

Líkin fundust í borginni Bútsja þar sem fjöldamorð hefur verið framið á borgurum. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska leiðtoga bera ábyrgð. Rússnesk yfirvöld hafa neitað sök og haldið því fram að úkraínski herinn standi að baki þessum ódæðisverkum.

„Þetta er þjóðarmorð. Af­tök­ur á göt­um úti,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu á sjón­varps­stöðinni CBS á laugardag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert