Kallar Pútín stríðsglæpamann

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir því að réttað yrði yfir Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem stríðsglæpamanni vegna morða Rússa á saklausum borgurum í Bútsja.

Sagði Biden ljóst að drápin væru stríðsglæpur, en fjölmargir þjóðarleiðtogar fordæmdu voðaverkin í gær.Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði að heimsbyggðin myndi dæma þau sem þjóðarmorð.

Biden sagði einnig að hann myndi beita sér fyrir frekari refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum á hendur Rússum vegna stríðsglæpanna. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bidens sagði við fjölmiðla að Bandaríkin myndu setja á frekari aðgerðir í vikunni, og að verið væri að ræða við Evrópuríkin aðgerðir sem beinist gegn orkugeiranum í Rússlandi.

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og Liz Truss utanríkisráðherra Breta sögðu í gær að vísa bæri Rússum úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ódæða Rússa í Bútsja.

Enn er ekki vitað hversu margir hafi verið myrtir í Bútsja, en Irína Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, sagði í gær að minnst 410 lík hefðu fundist. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert