„Núna eða aldrei“ að koma í veg fyrir hamfarir

Kona fylgist með skógareldum í héraðinu Chefchaouen í norðurhluta Marokkó …
Kona fylgist með skógareldum í héraðinu Chefchaouen í norðurhluta Marokkó í fyrra. AFP

Mann­kynið hef­ur inn­an við þrjú ár til að stöðva aukn­ingu á út­blæstri kol­efn­is í and­rúms­loftið og inn­an við ára­tug til að draga úr hon­um um næst­um helm­ing.

Sér­fræðing­ar Sam­einuðu þjóðanna í lofts­lags­mál­um greindu frá þessu og sögðu þetta vera síðasta tæki­færið fyr­ir heims­byggðina til að tryggja „líf­væn­lega framtíð“.

Verk­efnið er erfitt en er enn mögu­legt. Nú­ver­andi stefna stjórn­valda víða um heim leiðir aft­ur á móti til þess að hita­stig jarðar hækk­ar með hrika­leg­um af­leiðing­um ef ekk­ert verður að gert, að sögn milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC).

Íbúa bjargað í maí í fyrra á götu í borginni …
Íbúa bjargað í maí í fyrra á götu í borg­inni Kochi á suðvest­ur­hluta Ind­lands. Þar urðu mik­iil flóð eft­ir að felli­byl­ur­inn Tauktae gekk þar yfir. AFP

Skýrsla nefnd­ar­inn­ar er 2.800 blaðsíðna löng. Þar er að finna um­fangs­mesta matið á því til þessa um hvernig er hægt að draga úr hlýn­un jarðar. Í skýrsl­unni hafa verið skrá­sett „end­ur­tek­in lof­orð í lofts­lags­mál­um sem hafa verið brot­in“, að sögn Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna.

„Sum­ar rík­is­stjórn­ir og viðskipta­leiðtog­ar segja eitt en gera annað. Þeir eru satt best að segja að ljúga. Og niðurstaðan mun hafa ham­far­ir í för með sér,“ sagði Guter­res.

Konur kæla sig í miklum hita við inngang hringleikahússins Colosseum …
Kon­ur kæla sig í mikl­um hita við inn­gang hring­leika­húss­ins Co­losse­um í Róm í ág­úst í fyrra. AFP

Und­an­farna mánuði hef­ur IPCC birt fyrstu tvær skýrsl­urn­ar af þrem­ur sem sýna vís­inda­menn út­skýra hvernig út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda er að hita upp plán­et­una og hvað það þýðir fyr­ir lífið á jörðinni.

Þriðja skýrsl­an sýn­ir hvað við get­um gert til að sporna við þessu.

„Við erum á kross­göt­um,“ sagði yf­ir­maður IPCC, Hoesung Lee. „Ákvörðunin sem við tök­um núna get­ur tryggt líf­væn­lega framtíð. Við höf­um verk­fær­in og kunn­átt­una sem þörf er á til að hafa hem­il á hlýn­un­inni.“

Slökkviliðsmenn að störfum í suðurhluta Frakklands í fyrra í miklum …
Slökkviliðsmenn að störf­um í suður­hluta Frakk­lands í fyrra í mikl­um skógar­eld­um. AFP

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sagði að þessi verk­færi séu „inn­an okk­ar seil­ing­ar“: „Þjóðir heims­ins verða að vera nógu hug­rakk­ar til að nota þau.“

Að sögn IPCC snúa lausn­irn­ar að nán­ast öll­um hliðum nú­tíma­lífs.

Vís­inda­menn vara við því að ef hita­stig jarðar eykst um meira en 1,5 gráður geta heilu vist­kerf­in hrunið og breyt­ing­ar verða á lofts­lags­kerf­inu sem ekki verður hægt að snúa við.

Til að ná þessu mark­miði, seg­ir í skýrsl­unni, þarf að draga úr út­blæstri kol­efn­is um 43 pró­sent fyr­ir árið 2030 og 84 pró­sent fyr­ir miðja þessa öld.

Sjálfboðaliði í Kreuzberg í ríkinu Rhineland-Palatinate í vesturhluta Þýskalands í …
Sjálf­boðaliði í Kr­euz­berg í rík­inu Rhine­land-Palat­ina­te í vest­ur­hluta Þýska­lands í fyrra eft­ir mik­il flóð sem gengu þar yfir í fyrra. AFP

„Það er núna eða aldrei, ef við vilj­um tak­marka hlýn­un­ina við 1,5 gráður,“ sagði Jim Skea, pró­fess­or við Imer­ial Colla­ge í London, sem er einn þeirra sem hafði yf­ir­um­sjón með skýrsl­unni.

„Án taf­ar­lausra og mik­illa aðgerða til að draga úr út­blæstri í öll­um geir­um verður þetta ómögu­legt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert