Rússar skutu niður tvær þyrlur

Igor Konasjenkóv talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði Rússa hafa skotið niður …
Igor Konasjenkóv talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði Rússa hafa skotið niður tvær þyrlur nálægt Maríupol í dag. AFP/Photo by Russian Defence Ministry

Talsmaður rússneksa varnarmálaráðuneytisins, Igor Konasjenkóv, sagði í dag að rússneski herinn hefði skotið niður tvær þyrlur sem voru að reyna að flytja á brott tvo þjóðernisforingja frá Maríupol. „Í morgun, 5. apríl, rétt hjá Maríupol var gerð tilraun til að ná í leiðtoga úkraínskra þjóðernissinna frá Azov herdeildinni, en rússneski herinn kom í veg fyrir þá tilraun. Tvær Mi-8 úkraínskar þyrlur voru skotnar niður þegar þær voru að reyna að komast til Maríupol frá sjó.“

Hann sagði að um morguninn hefði verið lagt til við úkraínska herinn að þeir yfirgæfu Maríupol eftir „samþykktri leið“ sem væri stjórnað af yfirvöldum í Kænugarði, en úkraínski herinn hefði hafnað því.

„Frelsa“ borgina með loftárásum

„Fyrst yfirvöld í Kænugarði hafa engan áhuga á að bjarga hermönnum sínum, mun Maríupol verða frelsuð frá úkraínskum þjóðernissinnum,“ bætti hann við.

Í síðustu viku sagði hann að rússneski herinn hefði skotið niður þyrlu yfir Azov-hafi, þegar tilraun var gerð til þess að ná í foringja þjóðernissinna frá Maríupol. Azov-herdeildin frá Úkraínu hefur nú barist af hörku gegn Rússum í borginni sem er nú rústir einar eftir stríðsátökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert