Rússneskir hermenn skutu að minnsta kosti 320 óbreytta borgara til bana í bænum Bútsja, í útjaðri Kænugarðs. Þetta segir Anatoly Fedoruk, bæjarstjóri Bútsja, í samtali við BBC.
Hann segist sjálfur hafa orðið vitni að því þegar rússneskir hermenn skutu fólk.
„Fólk reyndist að komast til höfuðborgarinnar í bílum og það var skotið. Eiginmaður óléttrar konu grátbað hermenn um að skjóta hana ekki en þeir skutu hana,“ sagði Fedoruk.
Bæjarstjórinn hvatti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hefur sagt að hryllingurinn í Bútsja sé sviðsettur, til að koma til bæjarins.
„Þar getur hann séð öll líkin og horft í augun á þeim sem misstu foreldra, börn eða aðra ættingja,“ sagði Fedoruk.