Leggja hald á 14 snekkjur

Er þetta hluti af refsiaðgerðum gegn Rússum.
Er þetta hluti af refsiaðgerðum gegn Rússum. AFP

Hollensk tollayfirvöld hafa lagt hald á 14 snekkjur í skipasmíðastöðvum, þar af 12 sem eru enn í smíðum, sem hluta af refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra Hollands í dag.

„Miðað við núverandi ráðstafanir er ekki hægt að afhenda eða flytja þessi skip út,“ kom fram í bréfi sem hollenski utanríkisráðherrann, Wopke Hoekstra, skrifaði þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert