Tékkar senda sovéska skriðdreka til Úkraínu

Brynvarin vél úkraínska hersins.
Brynvarin vél úkraínska hersins. AFP/FADEL SENNA

Tékkneska sjónvarpið sýndi myndir af skriðdrekum á flutningalest sem eiga að fara til Úkraínu, að sögn BBC.

Varnarmálaráðherra Tékklands, Jana Cernochova, sagði í gær að Tékkland myndi senda „nauðsynlegan stríðsbúnað“ til Úkraínu.

Tékkland, sem var áður fyrr hluti af Tékkóslóvakíu, ein bandalagsþjóða Varsjárbandalagsins og bandamenn Sovétríkjanna, gekk í Atlantshafsbandalagið árið 1999.

Fréttir herma að skriðdrekarnir séu sovéskir eða rússneskir að gerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert