Tékkneska sjónvarpið sýndi myndir af skriðdrekum á flutningalest sem eiga að fara til Úkraínu, að sögn BBC.
Varnarmálaráðherra Tékklands, Jana Cernochova, sagði í gær að Tékkland myndi senda „nauðsynlegan stríðsbúnað“ til Úkraínu.
Tékkland, sem var áður fyrr hluti af Tékkóslóvakíu, ein bandalagsþjóða Varsjárbandalagsins og bandamenn Sovétríkjanna, gekk í Atlantshafsbandalagið árið 1999.
Fréttir herma að skriðdrekarnir séu sovéskir eða rússneskir að gerð.
Ex-Soviet Heavy Armored spotted being moved out of Storage and onto Trains today in Czechia, this may be some of the Equipment that the Czech Government had received Approval from Germany to send to Ukraine specifically the BMP-1s, these T-72 MBTs are most likely being sent also. pic.twitter.com/cFD9LjTxVH
— OSINTdefender (@sentdefender) April 4, 2022