Þúsundir reyna að flýja Donbas-héruð

Kveðjustund.
Kveðjustund. AFP/FADEL SENNA

Þúsundir hafa undanfarna daga reynt að flýja Donbas-héruð í austurhluta Úkraínu nú þegar rússneski herinn er talinn skipuleggja yfirtöku á héraðinu.

Rússar sögðust í lok mars ætla að einbeita sér að „algjörri frelsun“ Donbas-héraðanna. Þetta kom fram í máli Ser­gei Rudskoi, hers­höfðinga í rúss­neska hern­um.

Karlmaður heldur á stelpu og bíður þess að komast um …
Karlmaður heldur á stelpu og bíður þess að komast um borð í lest. AFP/

Varn­ar­málaráðuneytið úti­lokaði þó ekki frek­ari árás­ir á úkraínsk­ar borg­ir og varaði við því að Rúss­ar myndu bregðast við öll­um til­raun­um til að loka loft­rým­inu yfir Úkraínu sem ráðamenn í Úkraínu hafa ít­rekað óskað eft­ir aðstoð NATO með að fram­kvæma.

Síðan þá hafa Rússar haldið árásum sínum á aðrar borgir áfram.

Krakkar veifa úr lest.
Krakkar veifa úr lest. AFP/FADEL SENNA

Fjölskyldur hafa myndað langar raðir undanfarna daga við aðalbrautarstöðina í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Þar hefur fólk einnig kvatt ástvini sem verða eftir.

Hópur af fólki reynir að komast inn í lest.
Hópur af fólki reynir að komast inn í lest. AFP/FADEL SENNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka