Zhírínovskí látinn

Vladimir Zhirinovsky,
Vladimir Zhirinovsky, AFP

Vla­dimír Zhírínovskí, leiðtogi Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins á rúss­neska þing­inu, er lát­inn 75 ára að aldri. BBC grein­ir frá. 

Zhírínovskí var öfga­hægriþingmaður sem byggði stjórn­mála­fer­il sinn á inn­blásn­um eldræðum og skringi­leg­um uppá­kom­um í þing­inu. 

Bauð Zhírínovskí sig fram til embætti for­seta Rúss­lands í sex skipti og var hluti af stjórn­ar­and­stæðu á rúss­neska þing­inu alla stjórn­málatíð sína.

Þá var Zhírínovksí mik­ill talsmaður þess að Ísland yrði gert að fang­eyju fyr­ir Evr­ópu alla þar sem fang­ar ættu erfitt með að flýja eyj­una. Spáði hann fyr­ir um stríð Rússa í Úkraínu í des­em­ber síðastliðnum. 

Hélt Zhírínovksí því fram að hann hafi fengið átta spraut­ur af bólu­efn­um við Covid-19 en smitaðist af veirunni og lést, nokkr­um vik­um eft­ir að hafa lagst inn á sjúkra­hús með lungna­bólgu. And­lát hans var síðan ekki staðfest fyrr en í dag, af for­seta Dúmunn­ar, rúss­neska þings­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert