Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Rússland var rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Rússland var rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. AFP/TIMOTHY A. CLARY

Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem refsing fyrir mannréttindabrot í stríðinu í Úkraínu.

Af þeim 193 þjóðum á allsherjarþinginu kusu 93 með því að reka Rússa, 24 voru á móti og 58 sátu hjá. 

Ísland var meðal þeirra landa sem kaus með tillögunni.

Fulltrúar Bandaríkjanna komu með tillögu þess efnis að reka Rússa úr ráðinu á mánudaginn í kjölfar fjöldamorða rússneskra hermanna á hundurðum almennra borgara í Bútsja í Úkraínu.

Meðal landa sem kusu gegn tillögunni voru þar á meðal Kína, Íran, Kasakstan, Kúba, Hvíta-Rússland, Sýrland og Rússland, sem lagði til að ekki yrði kosið.

Aðeins einu sinni áður hefur ríki verið rekið úr ráðinu, en árið 2011 var Líbíu vísað úr því.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert