Segir Rússa nota líkbrennslubíla

Maríupol hefur orðið mjög illa úti í stríðinu.
Maríupol hefur orðið mjög illa úti í stríðinu. AFP

Vadym Boichenko, borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Maríupol sagði í gær að Rússneskar hersveitir væru farnar að nota líkbrennslubíla til að brenna lík bæði almennra borgara og hermanna sem hlaðast upp í borginni. „Morðingjarnir eru að fela slóð sína,“ sagði borgarstjórinn á Telegram síðu borgarinnar. Euobserver greinir frá.

Hann vísaði til heimildamanna sem höfðu orðið vitni að aðgerðum sérstakra sveita sem sjá um brennsluna

Maríupol hefur verið umsetin af Rússum síðan í byrjun mars og hefur farið mjög illa úti í stríðinu. Talið er að yfir 5.000 almennir borgarar hafi látist í borginni,en björgunaraðgerðir Rauða krossins hafa ekki gengið sem skyldi vegna ítrekaðra árása Rússa. Um helgina tókst þó að bjarga að minnsta kosti 3.000 manns. Þeir sem eftir eru standa frammi fyrir vatns- og matarskorti, auk rafmagnsleysis, og hafa gert í lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert