Shell taki á sig 5 milljarða dollara högg

Olíurisinn Shell.
Olíurisinn Shell. AFP/ERIC PIERMONT

Olíurisinn Shell hefur staðfest að fyrirtækið muni taka á sig fimm milljarða dollara högg með því að losa sig við rússneskar eignir sínar. Það jafngildir um 650 milljörðum íslenskra króna.

Frá þessu greindi BBC í dag. Fyrirtækið hefur heitið því að hætta kaupum á rússneskri olíu en þeir samningar sem undirritaðir voru áður en innrásin í Úkraínu hófst munu halda gildi sínu.

Shell hefur verið gagnrýnt fyrir að kaupa farm af rússneskri hráolíu á ofurlágu verði skömmu eftir að stríðið hófst.

Fyrirtækið hyggst einnig hætta þátttöku sinni í Nord Stream 2 leiðslukerfinu milli Rússlands og Þýskalands sem stjórnvöld í Berlín hafa stöðvað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert