Unnusta Khashoggis ætlar að áfrýja

Hatice Cengiz ræðir við blaðamenn fyrir utan dómshúsið í Istanbúl.
Hatice Cengiz ræðir við blaðamenn fyrir utan dómshúsið í Istanbúl. AFP

Hatice Cengiz, unnusta blaðamannsins Jamals Khashoggis sem var myrtur árið 2018, ætlar að áfrýja úrskurði tyrknesks dómstóls um að mál gegn 26 manns sem eru grunaðir um aðild að morðinu verði flutt til Sádi-Arabíu.

Réttarhöld vegna málsins hafa staðið yfir í Tyrklandi en núna verður gert hlé á þeim. 

Tyrklandi „er ekki stjórnað af fjölskyldu eins og í Sádi-Arabíu. Við erum með réttarkerfi sem tekst á við óánægju almennra borgara,“ sagði hún fyrir utan dómshús í borginni Istanbúl.

„Við munum áfrýja þessari ákvörðun í takti við okkar dómskerfi.“

Khashoggi, sem var sádi­ar­ab­ísk­ur, skrifaði meðal ann­ars fyr­ir bandaríska blaðið Washingt­on Post. Hann var myrt­ur á ræðismanna­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi, en lík hans hef­ur aldrei fund­ist.

Fimm hafa áður verið dæmd­ir til dauða fyr­ir morðið á Khashoggi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert