Unnusta Khashoggis ætlar að áfrýja

Hatice Cengiz ræðir við blaðamenn fyrir utan dómshúsið í Istanbúl.
Hatice Cengiz ræðir við blaðamenn fyrir utan dómshúsið í Istanbúl. AFP

Hatice Ceng­iz, unn­usta blaðamanns­ins Jamals Khashogg­is sem var myrt­ur árið 2018, ætl­ar að áfrýja úr­sk­urði tyrk­nesks dóm­stóls um að mál gegn 26 manns sem eru grunaðir um aðild að morðinu verði flutt til Sádi-Ar­ab­íu.

Rétt­ar­höld vegna máls­ins hafa staðið yfir í Tyrklandi en núna verður gert hlé á þeim. 

Tyrklandi „er ekki stjórnað af fjöl­skyldu eins og í Sádi-Ar­ab­íu. Við erum með rétt­ar­kerfi sem tekst á við óánægju al­mennra borg­ara,“ sagði hún fyr­ir utan dóms­hús í borg­inni Ist­an­búl.

„Við mun­um áfrýja þess­ari ákvörðun í takti við okk­ar dóms­kerfi.“

Khashoggi, sem var sádi­ar­ab­ísk­ur, skrifaði meðal ann­ars fyr­ir banda­ríska blaðið Washingt­on Post. Hann var myrt­ur á ræðismanna­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi, en lík hans hef­ur aldrei fund­ist.

Fimm hafa áður verið dæmd­ir til dauða fyr­ir morðið á Khashoggi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert