Von der Leyen heimsækir Kænugarð

Ursula von der Leyen.
Ursula von der Leyen. AFP

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að ferðast til Kænugarðs á morgun til að sýna Úkraínumönnum dyggan stuðning Evrópu í baráttunni gegn Rússum. 

„Almenningur í Úkraínu á skilið að við sýnum samstöðu. Þess vegna ætla ég að ferðast til Kænugarðs á morgun,“ sagði von der Layen við blaðamenn er hún heimsótti Stokkhólm, höfuðborg Svíþjóðar.

„Mig langar að senda mjög sterk skilaboð um óhagganlegan stuðning í garð Úkraínumanna og vegna hugrekkis þeirra í baráttunni fyrir grundvallargildum okkar,“ bætti hún við. 

Fólk hjólar framhjá illa förnum byggingum í bænum Borodianka, norðvestur …
Fólk hjólar framhjá illa förnum byggingum í bænum Borodianka, norðvestur af Kænugarði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert