35 létust er eldflaugum var skotið á lestarstöð

Bílar fyrir utan lestarstöðina.
Bílar fyrir utan lestarstöðina. AFP

Að minnsta kosti 35 eru látnir og 100 særðir eftir að rússneski herinn skaut tveimur eldflaugum á lestarstöð í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu.

Lestarstöðin er austasta lestarstöðin í Úkraínu sem enn er starfandi.

Að sögn ríkisstjóra Donetsk-héraðs voru þúsundir manna á lestarstöðinni er árásin var gerð en fólkið var að reyna flýja svæðið. 

Að minnsta kosti 35 létust í árásinni.
Að minnsta kosti 35 létust í árásinni. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði á Twitter að árás Rússa væri „illverk án neinna takmarka. Ef ekki verður refsað fyrir þetta, munu árásirnar aldrei hætta.“

Sókn Rússa á austurhluta landsins hefur aukist undanfarið, meðal ann­ars til þess að skapa land­teng­ingu á milli Krímskaga og héraðanna Do­netsk og Luhansk, sem eru á valdi rúss­neskra aðskilnaðarsinna.

Þúsundir manna hafa flúið Donetsk-héraðið í gegnum lestarstöðina í Kramatorsk.
Þúsundir manna hafa flúið Donetsk-héraðið í gegnum lestarstöðina í Kramatorsk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert